Skip to Content

Fisktæknir

Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi.
Grunnnám í fisktækni er hagnýtt tveggja ára nám með mikla og fjölbreytta starfsmöguleika. 
Að námi loknu er opin leið til frekara framhaldsnáms og/eða háskólanáms.
Nemendur geta valið sér námsleiðir í  sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi.
Vinnustaðanámið ræðst af áhugasviði og framtíðar áformum nemenda hvað verkefni og vinnustaðir eru valdir.
Á meðan á námstímanum stendur er mikið um heimsóknir í stofnarnir og  fyrirtæki tengd sjávarútvegi. 
Farið er í tvær námsferðir erlendis í samstarfi við samstarfsskóla okkar í Danmerkur og Portúgal.
 
InntökuskilyrðiGrunnskólapróf.
Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. 
Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms.

Hver námsbraut tekur fjórar annir. Vinnustaðanám fer fram á annarri og fjórðu önn og er um 14 vikur hvor. Tvær fyrstu annir námsins eru sameiginlegar öllum brautunum þremur.  Nám á fyrstu önn fer fram í skóla en á annarri önn, á vinnustað.  Á þriðju önn eykst sérhæfing og á fjórðu önn stunda nemendur nám á vinnustað í samræmi við framtíðaráform sín um starfsvettvang; í vinnslu, til sjós eða í fiskeldi. Greinar þær sem flokkast undir að vera almennar og á að taka í Sjómennsku, Fiskvinnslu, og fiskeldi eru: Enska, Íslenska, Stærðfræði, Námstækni og Veiðar, vinnsla og fiskeldi í samfélaginu. Allar brautir eiga að skila eins eininga námi eða samsvarandi framlagi í íþróttum eða heilbrigðismálum

Skólagjöld 10.000kr  Efnisgjald og pappírsgjald 15.000kr Samtals 25.000kr 

Innritun stendur yfir 

 

Sérhæft nám á  vorönn 2017

Eins árs nám þrjá hagnýttar námsbrautir

Marel vinnslutæknir í samstarfi við Marel.

Gæðastjóri í samstarfi við Sýni.  

Fiskeldisnám samstarfi við Fiskeldisbraut Hólaskóla.

Inntökuskilyrði:

Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að  uppfylla inntökuskilyrði.

Námstími : Námið skiptist í tvær annir. Námið  er kennt í lotum. Byggt verður á dreifnámi þar sem kennt verður í stað- og fjarnámi.

Námstíminn er eitt skólaár og skiptist í tvær annir.  Hvor önn er 13-17 vikur (kennslu- og prófatími).  Samtals 360 kennslustundir á önn.  Samtals eru 30 fein-einingar á önn.

Innritun er hafinn á vorönn 2017

Umsóknarfrestur til 5. jan 2017 sem er loka dagur til skráningar.

 

Námskeiðsgjald á önn er: 298.000 kr. Viljum vekja athygli á að nám hjá okkur eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. 

 

Nemendur sem hafa hug á að bæta við sig námi þá er þessi flotti styrkur í boði. Íslenska sjávarútvegssýningin auglýsir eftir umsóknum um tvo styrki hvor að upphæð kr. 500.000.- til framhaldsnáms nemenda sem lokið hafa námi í Fisktækni eða sambærilegu námi í sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi og hyggja á framhaldsnám við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík á vorönn 2017. Styrkirnir eru veittir til eins árs náms á eftirtöldum námsbrautum: Gæðastjóri • Vinnslutæknir • Fiskeldi. Frekari upplýsingar um þessar námsbrautir má finna á heimasíðu Fisktækniskóla Íslands www.fiskt.is eða á icefish  http://www.icefish.is/is/bursary-awards   hægt að sækja um og fá nánari upplýsingar um styrkinn, ásamt upplýsingum um Íslensku sjávarútvegssýninguna 2017. Umsóknarfrestur er til 5.janúar. 2017.Drupal vefsíða: Emstrur