Marel vinnslutækni 2020
Störf í sjávarútvegi krefjast stöðugt meiri og meiri fagþekkingar. Á þetta sérstaklega við um hugbúnað og tæki sem notuð eru við framleiðslu sjávarafurða. Nám í Marel vinnslutækni þjálfar nemendur í að nota helstu tæki og búnað sem Marel framleiðir. Lögð er áhersla á kennslu hugbúnaðar sem nefnist ,,Innova” sem notaður er til að stýra búnaði sem fyrirtækið framleiðir, en slíkur búnaður gerir vinnslu á sjávarafurðum að hátæknivæddri matvælaframleiðslu.
Námsbrautalýsing og skipulag
Námið er skipulagt sem blandað starfsnám sem skiptist í bóklegt og verklegt nám sem skiptist í sex lotur. Kynntur er grunnhugbúnaður og tæki sem notuð eru í sjávarútvegi, frá Marel. Til þess að nám teljist lokið, þarf að ljúka 35 ECTS feiningum. Kennsla fer fram sem staðarnám þar sem notast er við fjarkennslu að hluta til. Þannig geta nemendur lokið diplómaprófi á sex mánuðum. Staðarlotur fara fram í Garðabæ og í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Tengiliður skólans sér um heildarskipulagningu á önninni í samstarfi við starfsmenn Marels og forsvarsmenn fiskvinnslustöðva, þar sem nemar fá kynningu á framleiðsluferlum í fiskvinnslu.
Námið í samstarf við atvinnulífið
Með aukinni tækjavæðingu hafa margar fiskvinnslur komið sér upp fullkomnum vinnslulínum, tækjum og hugbúnaði til framleiðslustýringar. Vinnslurnar eru orðnar hátækivæddir vinnustaðir sem þurfa á að halda starfsfólki með þekkingu til að stýra þessum búnaði og tækjum til að hámarka afköst, samtímis því að halda góðum gæðum. Námið er þannig stór þáttur í því að efla menntun og færni starfsmanna í sjávarútvegi.
Farið verður í viku langa námsferð í sýningarhús Marels, Progress Point í Kaupmannahöfn. Náminu lýkur svo með hagnýtu lokaverkefni og námsmati.
Skráningarfrestur er til 10.des 2019. Fyrsta lota byrjar 8.janúar 2020
Námskeiðsgjald á önn er : 480.000 kr. Innifalin er námsferð Progress Point í Kaupmannahöfn
Upplýsingar gefur Ásdís V. Pálsdóttir í síma 412-5966 og asdis@fiskt.is