Ég heiti Hanna Kristín Gunnarsdóttir og er að vinna í Frystihúsi Samherja Ísland ehf á Dalvík.
Ég fór í raunfærnimat sem boðið var upp á hjá Símey og í framhaldi að því opnuðust þessar dyr og okkur var kynnt þetta Fisktækninám hjá Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Svo þegar maður fór að skoða betur voru fleiri námsmöguleikar þarna inni eins og Marel vinnslutæknirinn sem ég valdi mér að fara í. Ég átti smá spjall við mína yfirmenn um að ég hefði áhuga á þessu námi og hvort að það myndi ekki nýtast mér vel í þeirri vinnu sem ég er í og þá opna aðra möguleika innan vinnslunnar sem var allt jákvætt og þar af leiðandi dreif ég mig í þetta nám sem ég sé alls ekki eftir.
Það sem kom mér mest á óvart var hvað það eru komnar miklar breytingar og tæknivæðingar inn í fiskvinnslur allt til að gera vinnsluna sjálfvirkari. Einnig hvað sum fyrirtæki eru komin langt í þróun véla eins og flökunarvéla og vatnsskurðarvéla og þessi robota væðing að aukast. Sjálfvirkir lyftarar, og ég gæti haldið áfram en mér fannst þetta rosalega spennandi.
Mér fannst skemmtilegast að fara út í námsferð til Danmerkur í Progress Point í Kaupmannahöfn, það var mjög krefjandi og tekið á mörgu en maður lærði líka fannst mér mest á þessari ferð hvað varðar tækjabúnaðinn, bilanagreiningar og í rauninni bara „hands on“ lærdómur sem mér finnst alltaf langbestur til að vita nákvæmlega og skilja hvað er verið að tala um. Kynnast hópnum sem ég var með í leiðinni en þessi ferð stendur upp úr í náminu.
Já ég verð að segja að þetta var mjög fjölbreytt nám og man ég bara þegar ég settist inn í rafmagns áfangann (stýringar og rökrásir) þá fannst mér strax ég alls ekki vera á réttum stað en þrjóskan sagði mér að halda áfram og klára þetta sem og ég gerði og lærði helling í leiðinni og kom sjálfri mér á óvart, sem segir mér að maður getur allt sem maður ætlar sér J Einnig er Fiskstækniskólinn að bjóða upp á Gæðastjóranám, Fiskeldsinám og Fisktækninn sem er frábært grunnnám inn í fiskvinnslugeiran. Þetta tel ég líka vera nám til framtíðar miðað við þróunina í fiskvinnslum þá mun framtíðin bera það með sér að starfsfólk muni þurfa meiri sérþekkingu inn í vinnslum.
Námsferðin var frábær í alla staði og maður náði að læra og skilja allt svo miklu betur hvernig allt þetta virkar og aðgerðirnar sem var búið að vera kenna okkur á Marel hausunum og í tímum. Einnig skildi maður betur rafmagnið eftir að hafa farið í þessa námsferð, því finnst fannst okkur þetta bara vera óþarfa áfangi en komumst svo að því í þessari ferð að þetta er grunnurinn til að skilja tækjabúnaðinn inn í stjórnborðunum J
Maður er alltaf að hugsa hvað gerir maður næst, en eins og staðan er hjá mér núna verð ég að doka við. Svo eru miklar framkvæmdir á Dalvík þar sem er verið að fara byggja nýtt frystihús og ég er mjög spennt fyrir þeim nýjungum sem munu eiga sér stað hér og fá að taka þátt í þessari uppbyggingu. Þar hef ég trú á að verði miklir möguleikar fyrir þá sem hafa klárað fisktækninn, Marel vinnslutækninámið og Gæðastjóranámið.