Námsbrautarlýsing og skipulag gæðabrautar

Námsbrautarlýsing og skipulag

Námið skiptist í tvær annir vorönn og haustönn. Á vorönn fer bóklegi hlutinn að mestu fram, einnig verklegt nám í skólanum, fyrirtækjum og rannsóknastofum. Á önninni verða einnig heimsóknir í fyrirtæki og verkefnavinna ásamt innsýn í störf gæðastjóra.  Á haustönn öðlast nemar þekkingu á starfi gæðastjóra í framleiðslu, hlutverki og ábyrgð. Kennt verður í lotum á hálfs mánaðar fresti.   

Vorönn

Fein-einingar

Klst.

Námsfyrirkomulag

Gæðastjórnun 1

10

120

Bóklegt og verklegt

Örverufræði

9

108

Bóklegt og verklegt

Tölfræði

3

36

Bóklegt og verklegt

Lög og reglugerðir í matvælaiðnaði

3

36

Bóklegt og verklegt

Merkingar matvæla

3

36

Bóklegt og verklegt

Fagenska

2

24

Bóklegt og verklegt

Samtals:

30

360

 

 

Haustönn 

Á haustönninni halda nemendur áfram að vinna með það sem þeir lærðu á vorönninni. Á haustönninni verður stuðst við ferilbækur með skilgreindum verkþáttum og verkefnum sem unnin verða hjá fyrirtækinu SÝNI í Reykjavík.  

Haustönn

Fein-einingar

Klst.

Námsfyrirkomulag

Gæðastjórnun 2

20

240

Bóklegt og verklegt

Fiskur sem hráefni/skynmat

4

48

Bóklegt og verklegt

Skjalastjórnun/verkefnastjórnun/upplýsingatækni gæða

3

36

Bóklegt og verklegt

Stjórnun

3

36

Bóklegt og verklegt

Samtals:

30

360

 

 

Inntökuskilyrði

Til að geta hafið nám á gæðabraut þarf nemi að hafa lokið námi í fisktækni frá Fisktækniskóla Íslands eða öðru sambærilegu námi sem metið verður sérstaklega. Meta má starfsreynslu til jafns við hluta náms í Fisktækniskóla Íslands með raunfærnimati. (Gefinn verður möguleiki að nemi hefji nám á brautinni í þeim tilvikum sem hann hefur unnið við eða haft umsjón með gæðaeftirliti, hafi góða grunnmenntun og talið er að bakgrunnur hans sé nægilegur  samkvæmt raunfærnimati.)

Mat á öðru aðfararnámi en fisktækni til inntöku á gæðastjórnunarbraut

Einstaklingar sem hyggja á nám á gæðastjórnunarbraut og hafa ekki nám í fisktækni að grunni en eru með annað skylt nám, geta óskað eftir mati á náminu sem aðfararnámi að brautinni. Nýtist fyrra nám auk þess að uppfylla almenn skilyrði mun Fisktækniskólinn bjóða upp á fagtengt námi í fisktækni (brú) til þess að grunnurinn samræmist kröfum um inntöku.   Þetta fagtengda nám (fisktæknibrú) getur ýmist falið í sér setu í einstaka áföngum fisktæknibrautar eða sem sérstakt aðfararnám. Þá verður einnig litið til reynslu á vinnustað við mat á inntöku í námið.

Kennsluhættir

Lokamarkmið námsins eru leiðarljós við skipulag náms og kennslu. Lögð er áhersla á að mæta hverjum nemanda þar sem hann er staddur með tilliti til þekkingar og reynslu. Megin áhersla er lögð á nám og hæfileika nemanda til að tileinka sér þá grunnþekkingu og færni sem skilgreind er í lokamarkmiði brautar. Sú tileinkun fer fram ýmist í skólastofu eða á vinnustað og ýmist sem heimaverkefni, í dreifnámi eða undir leiðsögn og umsjón kennara og tilsjónarmanns (á vinnustað). Starf kennara og tilsjónarmanna á vinnustað er að aðstoða hvern nemanda til að nálgast þetta lokamarkmið með sem bestum árangri.  Það getur verið með ýmsum hætti, en megin áhersla er lögð á verkefnavinnu og þjálfun við raunhæfar aðstæður. 

Námsframvinda

Nemandi þarf að hafa lokið námi á fyrstu önn með fullnægjandi hætti áður en hann hefur nám á annarri önn. Nemandi telst hafa lokið námi á Gæðastjórnunarbraut Fisktækniskólans að lokinni annarri önn með fullnægjandi árangri í öllum námsþáttum.

Námsmat

Allir námsþættir hafa vægi í samræmi við tímafjölda hvers áfanga (fein) og vega jafnt við heildarmat á árangri. Nemandi þarf því að ljúka öllum námsáföngum með viðunandi hætti til þess að geta talist hafa lokið námi sem gæðastjóri.  

Námstími

Námstíminn er eitt skólaár og skiptist í tvær annir. Hvor önn er 13-17 vikur (kennslu- og prófatími), samtals 360 klukkustundir. Samtals eru 30 fein-einingar á önn

Starfslýsing gæðastjóra

Gæðastjóri hefur umsjón með uppbyggingu, rekstri og þróun gæðakerfis og ber byrgð á að gæðakerfið sé samofið starfsemi fyrirtækisins. Gæðastjóri framkvæmir m.a. eftirfarandi verkþætti:

  • Framkvæmir og/eða hefur umsjón með eftirliti á frágangi afla/matvæla.
  • Framkvæmir og/eða hefur umsjón með gæðaeftirliti á afurðum/hráefnum.
  • Hefur umsjón með gæðaskoðun og hugbúnaði sem heldur utan um gæðaeftirlit.
  • Leiðbeinir starfsfólki um umgengisreglur og hreinlæti í vinnslu.
  • Leiðbeinir starfsfólki sem sér um þrif á búnaði og á vinnslusölum.
  • Hefur umsjón með að gerð sé hreinlætisáætlun.
  • Tengiliður við meindýraeyðir.
  • Hefur umsjón með að láta framkvæma reglulegar mælingar á vatnsgæðum og gerlamælingum á afurðum.
  • Hefur umsjón með hreinlætiseftirliti.
  • Gæðastjóri setur upp gæðahandbók, annast viðhald, útgáfu og dreifingu.
  • Annast kynningu á gæðakerfinu fyrir starfsfólki og sér um þjálfun starfsmanna í gæða- og hreinlætiseftirliti.
  • Vinnur úr upplýsingum og lykiltölum til að meta árangur af gæðastarfi fyrirtækisins, virkni gæðakerfisins og kynnir fyrir stjórnendum.
  • Fylgist með lögum, reglugerðum og stöðlum sem áhrif hafa á starfsemi fyrirtækisins og leiða til þess að gera þarf breytingar á gæðakerfinu.
  • Móttekur kvartanir frá viðskiptavinum og afgreiðir í samvinnu við yfirstjórnendur.
  • Hefur yfirumsjón með skjalastýringu tengt gæðakerfinu.
  • Hefur umsjón með innri úttektum á gæðakerfinu og samskipti við utanaðkomandi úttektaraðila.
  • Hann fylgist einnig með að framkvæmdar séu endurúttektir til að ganga úr skugga um að lagfæringum og endurbótum sé lokið.   

Upplýsingar og skráning hjá Klemenzi Sæmundssyni í síma 412-5966 og klemenz@fiskt.is

Fisktækniskóli íslands

Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
Vefpóstur:  info@fiskt.is

Skráning á póstlista