Raunfærnimat í stuttu máli

Raunfærnimat í stuttu máli    

 „Starfsmaður hjá MSS og gamall nágranni vissi að ég hafði slasað mig út á sjó. Hún benti mér á að raunfærnimat í fisktækni væri sniðugt fyrir mig til að fá reynslu mína á sjó metna til eininga. Ég tók vel í þetta og í gang fór ferli.

Ég þurfti að svara nokkrum spurningum og meta hvar ég stæði á hinum ýmsu sviðum sem tengjast sjómennsku. Seinna fór ég í munnlegt viðtal þar sem ég þurfti að svara hinum ýmsu spurningum um sjómennskuna.

Ég var ansi stressaður um að ég hefði klúðrað því, huggaði mig þó við að ég hafði gert mitt besta og meira var ekki hægt að gera. Seinna fékk ég út úr matinu og stóðst ég það með stæl og fékk tæpar 80 feiningar metnar. Í framhaldi af því skellti ég mér í Fisktækniskólann í Grindavík og útskrifaðist þaðan sem fisktæknir. Núna er ég í Háskólanum á Hólum að læra fiskeldisfræði og líkar mjög vel. Þannig að raunfærnimatið kom mér af stað aftur í skóla. Mæli ég eindregið með því að fólk með mikla starfsreynslu á sjó skelli sér í matið, því það hefur engu að tapa.“

Sveinn Örvar Steinarsson

Fisktækniskóli íslands

Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
Vefpóstur:  info@fiskt.is

Skráning á póstlista