Gunnnám Fisktæknir

Kristófer Máni Sigursveinsson

Nám í Fisktækniskólanum er í beinum tengslum við kröfur í sjávarútvegi. Það er gott fólk starfandi við skólann sem hjálpar á öllum stigum námsins. Grunnnámið veitir þér góða alhliða þekkingu á sjávarútvegi og er góð blanda bóklegs og verklegs náms. Í grunnnáminu færðu svo að velja ákveðna leið sem þér hentar þ.e sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi. Ég mæli hiklaust með námi við Fisktækniskólann.

Það sem kom mér mest á óvart er frelsið sem þú færð við að sníða námið eftir þínum þörfum og hvað skólinn hefur verið mér hjálplegur

Það var námsferðin sem við fórum í til Danmerkur. Það var yfirleitt þétt dagskrá bæði bóklegt og verklegt og svo frjáls tími seinnipartinn.

Hvað varðar framhaldsnám, þá býður skólinn upp á þrjár námsbrautir: Fiskeldi, Gæðastjórnun og Marel vinnslutækni. Framhaldsnámið er aðeins tvær annir og allar brautirnar kenndar í staðarlotum þannig að það hentar vel með vinnu. Ég var á gæðastjórnarbraut í fyrra og mæli að sjálfsögðu með framhaldsnámi við skólann eftir grunnámið, sem er opin leið til frekara náms. Stefnan er tekin á Sjávarútvegsfræði hjá Háskólanum á Akureyri .

 

Fisktækniskóli íslands

Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
Vefpóstur:  info@fiskt.is

Skráning á póstlista