Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir fyrirtæki sem hafa það að leiðarljósi að bæta þekkingu starfsmanna sinn. Námskeiðin hafa verið sérsniðin fyrir hvert fyrirtæki eða haldin námskeið fyrir blandaða hópa úr ýmsum greinum sjávarútvegsins.
Fisktækniskóli Íslands hefur verið í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar/ (Fræðslumiðstöð atvinnulífsins) um allt land sem hafa boðið upp á grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk. Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk er skipt í 12 námsþætti. Námið er ætlað þeim sem starfa við verkun og vinnslu sjávarafla, það er í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverkun, rækju- og skelvinnslu. Markmið námsins er að auka þekkingu starfsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum og að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni starfsmanna.
Hægt er að setja upp námskeið eftir óskum hvers og eins um tíma og staðsetningu. Við erum alltaf tilbúin að setjast niður og skoða hvað það er sem viðskiptavinurinn leitar að.
Vinsamlegast hafið samband og leitið tilboða í námskeið hjá okkur.
Umsjón með námskeiðum hefur Ásdís V. Pálsdóttir verkefnastjóri, asdis@fiskt.is sími 412-5966