Megináhersla er lögð á góða starfshætti við veiðar og vinnslu og hvernig öll vinnslukeðjan er ein samhangandi heild. Fjallað er um búnað og rétta meðhöndlun við hausara, flökunar- og roðvélar og snyrtingu. Fjallað um mikilvægi meðferðar á fiski strax eftir veiðar, að slæging, þvottur og ísun í kör sé gerð á réttan hátt. Einnig er fjallað um mikilvægi kælingar/ísunar í gegnum alla keðjuna í móttöku, við vinnslu, í pökkun og í geymslu. Fjallað er um áhrif meðhöndlunar á gæðaþætti eins og los, dauðastirðnun í fiski og áhrif utanaðkomandi þátta, svo sem hitastigs á hraða dauðastirðnunar. Farið yfir rekjanleika og mikilvægi merkinga í gegnum vinnslurásina. Þá er hönnun og skipulag húsnæðis skoðað með tilliti til þess að hindra krossmengun og unnin verkefni í tengslum við það. Kynnt er gæðastuðulsaðferð til að meta aldur og gæði á heilum fiski. Heill fiskur er metinn eftir aðferðinni.
Lengd 6 kest : Kennari frá Fisktækniskóla Íslands.
Fyrirtækjum er bent á að hafið samband við okkur til að leita tilboða í námskeið.