HACCP námskeið

Farið er yfir hvað HACCP stendur fyrir. Farið í hvað telst til góðra starfshátta: Húsnæði og hönnun vinnslu-umhverfis, hönnun véla og áhalda, þrifaáætlun, hreinlæti og heilbrigði starfsfólks, flutningar, rekjanleiki og innköllun og þjálfun starfsfólks. Við skoðum hvaða hættur eru til staðar við hráefnisvinnslu: lífræðilegar, efnafræðilegar og hvaða aðskotarefni við þurfum að varast. Vinnum að uppsetningu HACCP kerfis hjá mismunandi fyrirtækjum, með að nota hugmyndarfræði HACCP kerfis. Stuðst er við eyðublöðin „Hættugreining“ og „HACCP áætlun“ í gegnum allt ferlið. Gerum vörulýsingar og skilgreinum hvernig vörurnar koma til með að vera notaðar og af hverjum. Gerum flæðirit og ákvörðunartré til að greina mikilvæga stýristaði (mss) fyrir mismunandi fyrirtæki. Að lokum skoðum við hvernig HACCP áætlunareyðublað geti litið út hjá mismunandi fyrirtækjum með nauðsynlegum vöktunaraðgerðum.

Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt.
Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grundvallaratriði HACCP gæðakerfisins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum.

Lengd 24 kest : Kennari frá Fisktækniskóla Íslands.

Fyrirtækjum er bent á að hafið samband við okkur til að leita tilboða í námskeið.

Skráning á námskeið

Fisktækniskóli íslands

Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
Vefpóstur:  info@fiskt.is

Skráning á póstlista