Núverandi húsnæði Fisktækniskólans er að Víkurbraut 56, 240 Grindavík. Húsnæðið er samnýtt með starfsemi Landsbanka Íslands í Grindavík. Húsnæðið samanstendur af tveimur kennslustofum ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn. Kennsla fer einnig að stórum hluta fram víðsvegar um landið í samvinnu við fyrirtæki, framhaldsskóla og endur- og símenntunarstofnanir.