Reglur skólans
Skólareglur Fistækniskóla Íslands
1.Nemendur skulu sýna skólasystkinum sínum og starfsfólki tillitsemi og kurteisi í daglegum samskiptum.
2.Komið skal vel fram við alla, nemendur og starfsmenn. Verði nemandi eða starfsmaður var við einelti eða tilraunir til eineltis ber viðkomandi að láta kennara vita af því strax. Sjá eineltisáætlun skólans.
3.Nemendum/starfsmönnum ber að virða og ganga vel um eigur og húsnæði skólans og bæta það tjón sem þeir kunna að valda.
4. Nemendur hafi slökkt á margmiðlunartækjum (símar) sínum í kennslustundum.
5. Nemendur nýti fartölvur aðeins til náms í viðkomandi kennslugrein.
6. Nemendur skulu skulu sækja allar kennslustundir stundvíslega, með námsgögn og sinna heimanámi sínu af kostgæfni.
7. Öll notkun tóbaks er bönnuð í skólanum og á lóð skólans.
8. Neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í skólanum sem og á skemmtunum á hans vegum.
9. Ítrekuð brot á reglum þessum geta leitt til brottrekstrar úr skóla.
Athugið að skólinn tekur ekki ábyrgð á eigum nemenda. Fólk er hvatt til að skilja aldrei verðmæti eftir án eftirlits.
Réttur kennara til að halda vinnufrið í kennslustundum
1.Kennari er verkstjóri í kennslustundum og stjórnar því sem þar fer fram. Vinnufriður í kennslustundum er réttur kennara og nemenda.
2. Kennara er heimilt að láta einstaklinga sem trufla skipta um sæti.
3. Hafi nemandi brotið alvarlega af sér í kennslustund er kennara heimilt að vísa honum til skólastjóra þar sem hann hefur tækifæri til að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Kvartanir nemenda
Ef nemandi telur sig ekki geta rætt beint við kennara sinn um atriði sem honum finnst betur mættu fara, eða telur sig ekki hafa fengið viðeigandi lausn eftir að hafa rætt við kennarann, getur hann snúið sér til skólastjóra.
- Kvartanir sem varða tilhögun kennslu, yfirferð efnis, námsmat, kennsluáætlun ekki fylgt og ósanngjörn próf berist til skólastjóra.
- Aðrar kvartanir t.d. vegna framkomu kennara við nemendur, berist til skólastjóra.
Upplýsingar er að finna á skrifstofu skólans varðandi flest mál. Starfsmenn skrifstofunnar vísa málum til réttra aðila. Sjá að neðan.
Kvartanir vegna kennara:Skólastjóri
Kvartanir vegna prófa - próftafla: Sviðsstjóri, Skólastjóri
Kvartanir vegna prófa - endurmat: Skólastjóri
Kvartanir vegna annarra starfsmanna: Skólastjóri
Kvartanir vegna stjórnenda/kennara: Skólastjóri
Kvartanir vegna annarra nemenda: Skólastjóri, Sviðsstjóri
Kvartanir vegna tækja og búnaðar: Skólastjóri, Sviðsstjóri
Kvartanir vegna aðstöðu:Skólastjóri
Kvartanir vegna mætingaskráningar: Viðkomandi kennari, Skólastjóri
Kvartanir vegna skólareglna, t.d. mætinga: Sviðsstjóri,Skólastjóri
Áætlun Fisktækniskóla Íslands um viðbrögð við einelti
Stefnuyfirlýsing
Skólayfirvöld, starfsfólk og nemendur Fisktækniskóla Íslands lýsa því yfir að hvorki einelti né annað ofbeldi verður liðið í skólanum. Leitað verður allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og til að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Fisktækniskóli Íslands á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og samvinnu allra til að góður árangur náist í skólastarfinu.
Skilgreining á einelti
Einelti er endurtekin áreitni eða ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, sem stýrt er af einstaklingi eða hópi og beinist að öðrum. Andlegt einelti felst í stríðni, útilokun, hótunum eða höfnun. Líkamlegt einelti getur verið barsmíðar, spörk, hrindingar eða meiðingar af öðru tagi. Munnlegt ofbeldi getur falist í uppnefnum, stríðni, hvísli um fórnarlambið eða upplognum sögum. Efnislegt ofbeldi er þegar eigum er stolið eða eyðilagðar. Með félagslegu ofbeldi er fórnarlambið skilið út undan eða þarf að þola svipbrigði, augngotur eða þögn. Í rafrænu ofbeldi felast m.a. illkvittin SMS, vefpóstur, blogg eða önnur skilaboð, fórnarlamb er útskúfað frá hópum á netsíðu eða tekið út af vinalista og myndum eða myndböndum er dreift.
Um er að ræða einelti ef einstaklingi líður illa vegna þess að hann verður endurtekið fyrir...
- stríðni.
- hótunum.
- útilokun.
- líkamlegu ofbeldi.
- annarri niðurlægjandi áreitni.
Ofbeldi er meiðandi hegðun þar sem einstaklingur eða hópur beitir valdi til að meiða eða niðurlægja aðra.
Að þekkja einelti
Sá einstaklingur sem verður fyrir einelti eða ofbeldi segir oft ekki frá því heldur skammast sín og kennir sjálfum sér jafnvel um. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis.
Hugsanlega er um einelti að ræða ef nemandinn...
- vill ekki fara í skólann.
- kvartar undan vanlíðan á morgnana.
- hættir að sinna náminu, einkunnir lækka.
- fer að koma heim með rifin föt og skemmdar námsbækur.
- missir sjálfstraustið.
- einangrast félagslega.
- neitar að segja frá hvað amar að.
- verður árásargjarn og erfiður viðureignar.
- kemur heim í öllum hléum í skólanum.
- vill ekki taka þátt í félagsstörfum í skólanum.
Verði foreldrar eða starfsmenn varir við einhver þessara einkenna eða önnur sem benda til að nemandanum líði illa er mikilvægt að kanna málið og hafa samband við stjórnendur, námsráðgjafa eða umsjónakennara viðkomandi nemanda.
Ábyrgð
Ef upp kemur einelti eða annað ofbeldi í skólanum eiga skólastjórnendur að vinna að lausn málsins. Leita skal aðstoðar skólastjóra, sviðstjóra og annars fagfólks eftir þörfum. Annað starfsfólk, foreldrar og nemendur geta aðstoðað við lausn mála. Vakni grunur um einelti eða ofbeldi á strax að láta stjórnendur, eða sviðstjóra viðkomandi nemenda vita.
Aðgerðaáætlun
- Allir nemendur skulu fræddir um stefnu skólans: Einelti og ofbeldi leyfist ekki.
- Ávallt sé lögð áhersla á góð samskipti innan skólans.
- Að brýnt sé fyrir nemendum að þegar ágreiningur kemur upp þeirra á milli sé rétt að ræða málin og reyna að komast að málamiðlun og fá aðstoð til þess frá öðrum ef á þarf að halda.
- Nemendur séu hvattir til að láta vita ef þeir eða aðrir verða fyrir einelti eða ofbeldi, öllum á að geta liðið vel í skólanum og njóta virðingar sem einstaklingar.
- Gera þarf nemendum grein fyrir því að ef þeir segja frá því að einhverjum líði illa vegna eineltis eða annars ofbeldis sé það trúnaðarmál.
- Nemendur séu hvattir til að taka afstöðu gegn einelti og ofbeldi í verki með því að bregðast við til hjálpar og láta vita.
- Einnig er mikilvægt að gera nemendum grein fyrir því að það að skilja útundan og hunsa er jafnmikið einelti og að hæðast að eða berja.
- Allir foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um stefnu skólans í eineltis- og ofbeldismálum og séu hvattir til að leggja skólanum lið.
- Kanna skal líðan nemenda reglulega.
- Áætlun um viðbrögð við einelti verði kynnt með skipulögðum hætti í skólanum.