Fréttir

Áttatíu milljónir til Fisktćkniskólans í Grindavík til ţróunar og eflningar starfsmenntunar í fiskeldi!

Áttatíu milljónir til Fisktćkniskólans í Grindavík

Fiskeldi Samningur

Klemenz (lengst til hćgri) međ nemendum í Fisktćkniskólanum.

Fisktćkniskóli Íslands í Grindavík hlaut 80 milljón króna styrk til nćstu fjögurra ára til ţróunar og starfsmenntunar í fiskeldi en skólinn er ađili ađ fjölţjóđlegu evrópsku verkefni um starfstengt nám á sviđi fiskeldi. „Ţetta eru auđvitađ afar ánćgjulegar fréttir og gefur okkur tćkifćri til ađ efla starfsmenntun í fiskeldi á framhaldsskólastigi til muna og mćta ţörfum ţessarar vaxandi greinar,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari.

Verkefniđ er svokallađ Cove’s-verkefni (Centres of Vocational Excellence) ţar sem frćđsluađilar á sviđi starfsmenntunar, ásamt fyrirtćkjum, mynda sérstaka ţekkingarklasa á sínu sviđi. Ţátttakendur í klasanum verđa síđan leiđandi um menntun og ţjónustu á sínu sviđi í Evrópu ásamt ţví ađ veita öđrum stofnunum, skólum og fyrirtćkjum ráđgjöf. Verkefniđ fékk alls fjórar milljónir evra (um 600 milljónir króna) í styrk og fćr Fisktćkniskólinn, sem eini íslenski framhaldsskólinn í verkefninu, um 80 milljónir í sinn hlut á nćstu fjórum árum. Auk samstarfsađila í Noregi eru ţátttakendur í verkefninu frćđsluađilar og fyrirtćki í Svíţjóđ, Finnlandi og Skotlandi. Samstarfsađilar verkefnisins á Íslandi auk Fisktćkniskólans eru Háskólinn ađ Hólum, Arnarlax og Háskólinn á Akureyri.

Ađ sögn skólameistara hefur verkefniđ átt sér nokkurn ađdraganda. Fisktćkniskólinn hefur frá upphafi bođiđ upp á grunn- og framhaldsnám í fiskeldi og hefur átt mjög gott samstarf viđ fyrirtćki í land- og sjóeldi um menntun. Síđastliđin tvö ár hefur vöxtur í sjókvíaeldi hins vegar kallađ á aukna ţjónustu og skólinn veriđ ađalsamstarfsađili  um menntun og ţjálfun starfsmanna stćrri  fyrirtćkja í sjóeldi. Yfir tuttugu starfsmenn Arnarlax og Arctic Fish hófu grunnám í fiskeldi viđ skólann haustiđ 2019 og stefna á námslok nú um áramótin. Í haust hefst svo nám á norđanverđum Vestfjörđum í samstarfi viđ Frćslumiđstöđ Vestfjarđa og á Austfjörđum í samstarfi viđ Austurbrú.      

„Ţađ má reyndar segja ađ viđ höfum veriđ búin ađ taka fyrstu skrefin í ţessa áttina ţar sem viđ höfum veriđ ađ vinna međ ţessum Norđmönnunum sem nú leiđa ţetta Cove’s-verkefni og Háskólanum á Hólum síđustu árin í tveimur öđrum verkefnum á sviđi fiskeldis. Ţetta verkefni núna gerir okkur ekki bara kleift ađ spýta duglega í hér heima, heldur samtímis ađ verđa einn af leiđandi framhaldsskólum á sviđi starfsmenntunar í fiskeldi í Evrópu, enda meginmarkmiđ styrkveitingarinnar,“ segir Ólafur Jón.

Umsjón međ námi í fiskeldi viđ Fisktćkniskólann er í höndum Klemenzar Sćmundssonar en ađrir kennarar hafa veriđ verkefnaráđnir, m.a. frá Hólum og Matís. „Nú er ljóst ađ deildin mun eflast til muna á nćstu árum og mikilvćgt ađ lađa ađ fleira öflugt samstarfsfólk í ţá uppbyggingu,“  sagđi Ólafur Jón.


    Fisktćkniskóli íslands

    Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

    Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
    Vefpóstur:  info@fiskt.is

    Skráning á póstlista