Fréttir

Fisktćkniskóli Íslands - Útskrift vorannar 2021

Útskrift vorannar hjá Fisktćkniskóla Íslands fór fram föstudaginn 21. maí 2021 á einum fallegasta degi ársins hingađ til.

Skólar í landinu hafa ţurft ađ sýna mikinn sveigjanleika og ađlögunarhćfni ţar sem allir hafa ţurft ađ ađlagast sveiflum veirunnar sem herjađ hefur á heiminn undanfarin misseri en ţađ hefur gengiđ mjög vel í Fisktćkniskólanum ţrátt fyrir ađ sérstakar áskoranir felist í ađ halda uppi ákveđnum ţáttum námsins sem samanstendur af stađnámi, fjarnámi og vinnustađanámi. Viđ horfum afar stolt yfir hópana sem hafa útskrifast ţessa vorönn og vitum ađ ţau öll og auđvitađ viđ starfsfólk líka höfum lagt á okkur ţessa extra vinnu sem ţurfti til ađ láta ţetta allt ganga upp.

Alls hafa 39 nemendur útskrifast á vorönn en ađ ţessu sinni var hver hópur útskrifađur fyrir sig vegna sóttvarna. Samantekt yfir útskrifađa nemendur á vorönn er eftirfarandi: Átján sem útskrifuđust úr Grunnnám-fisktćkni-fiskeldi, Sjö nemendur útskrifuđust úr Fisktćkni, ţar af ţrír sem höfđu einnig lokiđ smáskipanámi og ţrír međ vinnuvélaréttindi sem kennd voru af ađilum frá Keili. Einn útskriftarnemi lauk fiskeldisnámi til viđbótar viđ Fisktćkninámiđ og annar lauk námi í Sjávarakademíu međ sínu Fisktćkninámi. Sjö nemendur luku námi í Marel vinnslutćkni. Einn lauk námi í veiđarfćratćkni. Tíu nemendur útskrifuđust úr Sjávarakademíu úr Haftengdri nýsköpun ţar af einn sem lauk líka Fisktćkni.

Framtíđin liggur í tćkninámi

Tćkifćrin í nýsköpun, ţróun nýrrar tćkni og vinnsluađferđa og hćkkun gćđaviđmiđa í vinnslu haftengdra auđlinda eru stórkostleg. Vćnta má ađ á ţessu sviđi atvinnulífs horfum viđ fram á gríđarlegan vöxt á nćstu árum og áratugum. Lykilatriđi til ađ gera framtíđarţróun mögulega er ađ búa yfir vel menntuđu starfsfólki á öllum sviđum greinanna.

Fisktćkniskóli Íslands býđur uppá hagnýtt starfsnám sem undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf viđ haftengda starfsemi. Námiđ hefst á Fisktćkni – Grunni, tveggja ára 120 eininga námi sem er eins konar grunndeild sem getur stađiđ ein og sér og útskrifast nemandi sem Fisktćknir. Međan á námstímanum stendur eru heimsóknir í stofnarnir og fyrirtćki tengd sjávarútvegi mikilvćgur ţáttur. Fariđ er í tvćr námsferđir erlendis í samvinnu viđ samstarfsskóla okkar í Danmörku og Portúgal.

Áhugaverđ og fjölbreytt blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika og möguleika til frekari menntunnar.

Námiđ skiptist í almenna bóklega áfanga, fagbóklega áfanga, vinnustađanám og starfsţjálfun.

Ađ loknu grunnnáminu getur fólk valiđ um ađ bćta viđ sig ţriđja árinu og hafa fjórar leiđir í framhaldinu sem skiptast í 30 eđa 60 eininga módúla til sérhćfingar ađ loknum Fisktćkni - Grunni; Fisktćkni – Sjávarkademíu í haftengdri nýsköpun sem er 30 einingar, Fiskeldistćkni, Marel vinnslutćkni, eđa Fisktćkni - Gćđastjórnun sem eru 60 einingar hver.

Skólinn býđur einnig uppá smáskipanám í skipstjórn eđa vélstjórn sem gefa 15 metra réttindi. Námiđ er kennt samkvćmt samţykktri námskrá.


    Fisktćkniskóli íslands

    Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

    Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
    Vefpóstur:  info@fiskt.is

    Skráning á póstlista