Fréttir

Lilja Al­fređsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráđherra, opnađi form­lega Sjáv­ar­aka­demíu Sjáv­ar­klas­ans í Húsi sjáv­ar­klas­ans

Lilja Al­fređsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráđherra, opnađi form­lega Sjáv­ar­aka­demíu Sjáv­ar­klas­ans í Húsi sjáv­ar­klas­ans viđ Grandag­arđ í Reykja­vík í morg­un. 

Ráđherra sagđi viđ ţađ til­efni ađ mennt­un skipti ávallt gríđarlega miklu máli en mark­miđ Sjáv­ar­aka­demí­unn­ar er ađ efla ţekk­ingu og áhuga á stofn­un fyr­ir­tćkja og ný­sköp­un sem teng­ist bláa hag­kerf­inu.

Fisk­tćkni­skól­inn og Hús Sjáv­ar­klas­ans hafa unniđ ađ gerđ náms­fram­bođs á fram­halds­skóla­stigi á sviđi haf­tengdr­ar ný­sköp­un­ar und­ir nafni „Sjáv­ar­aka­demí­an“. Braut­in sam­svar­ar alls einni önn (30 ein­ing­um) og get­ur veriđ met­in til ein­inga og sem hluti af náms­braut í fisk­tćkni. 

Braut­in er skipu­lögđ sem hag­nýtt nám fyr­ir ţá sem vilja kynna sér rekst­ur og stofna fyr­ir­tćki á hinum ýmsu sviđum bláa hag­kerf­is­ins. Mark­hóp­ur náms­ins er ungt fólk 18-25+ og međ ein­hvern grunn, úr fram­halds- eđa há­skóla, auk fólks sem vill breyta um starfs­vett­vang og kynna sér mögu­leika hinna ýmsu afurđa hafs­ins og tengdr­ar ţjón­ustu.   

Bođiđ verđur upp á ţrjá áfanga í sum­ar en ţeir mynda eins kon­ar inn­gang og kynn­ingu á ný­sköp­un inn­an bláu auđlind­ar­inn­ar. Áhersla er á kynn­ingu á hinum ýmsu teg­und­um hrá­efn­is og ţjón­ustu, vöruţróun, gćđastöđlum og nýj­um vinnslu­mögu­leik­um. Ţá verđur einnig lögđ áhersla á sjálf­bćrni og kynn­ingu á starf­semi ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tćkja, sem hafa haslađ sér völl síđustu árin — og mörg hver eru stađsett í Húsi sjáv­ar­klas­ans á Grandag­arđi. 

Sum­ar­námiđ er stutt af mennta- og menn­ing­ar­málaráđuneyt­inu og nám­skeiđsgjaldiđ er kr. 3.000. 

Ađ stofn­un Sjáv­ar­aka­demí­unn­ar standa Íslenski sjáv­ar­klas­inn og Fisk­tćkni­skóli Íslands


    Fisktćkniskóli íslands

    Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

    Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
    Vefpóstur:  info@fiskt.is

    Skráning á póstlista