Fréttir

Menntamálaráđherra undirritar samning viđ Fisktćkniskólann

Mikilvćgur samningur í höfn

Fisktćkniskóli Íslands og Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ gera fimm ára samning um grunnám í fisktćkni

Undirritun fimm ára samnings Mennta- og menningarmálaráđuneytis og Fisktćkniskóla Íslands fór fram í Grindavík síđastliđinn föstudag. Lilja Alfređsdóttir, mennta- og menningarmálaráđherra, undirritađir samninginn fyrir hönd síns ráđuneytis og Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari, fyrir hönd Fisktćkniskóla Íslands.

Samningurinn er til fimm ára um kennslu grunnnáms í fisktćkni og er endurnýjun á fyrri samningi međ viđbótum. Auk ţess ađ leysa af hólmi eldri samning frá 2016 opnar nýr samningur á ţann möguleika ađ taka til kennslu á fleiri brautum skólans, svo sem í veiđarfćratćkni (netagerđ), fiskeldi, gćđastjórn, Marel-vinnslutćkni og haftengdri nýsköpun, en skólinn hefur bođiđ fram ţetta nám undanfarin ár viđ miklar vinsćldir.

Mikiđ vatn hefur runniđ til sjávar frá stofnun Fisktćkniskóla Íslands en um ţessar mundir stunda um 160 nemendur nám á skipulögđum brautum skólans, auk ţess fer fram umfangsmikiđ námskeiđahald hjá skólanum. Nánast öll kennsla fer fram í Grindavík en Fisktćkniskólinn er einnig međ kennsluađstöđu í Garđabć, Reykjavík og á Bíldudal. Ţá hefur skólinn bođiđ fram grunnnám í samstarfi viđ skóla og frćđsluađila víđa um land.

Frá ţví skólinn hlaut viđurkenningu 2012 hafa vel á fjórđa hundrađ nemenda lokiđ námi af skilgreindum brautum skólans og ţar af samtals um eitt hundrađ frá samstarfsskólum og frćđsluađilum á Sauđárkróki, Tröllaskaga/Dalvík, Akureyri og Höfn í Hornafirđi. 

Undirritun samningsins fór fram í húsnćđi Fisktćkniskólans í Grindavík ađ viđstöddum fulltrúum Grindavíkurbćjar, Sambands Sveitarfélaga á Suđurnesjum, stjórnar og starfsmanna skólans. Flutt voru stutt ávörp og ţakkađi skólameistari ráđherra sérstaklega fyrir stuđning viđ skólann og hafđi á orđi ađ „ţessi ráđherra“ hafi veriđ sérstaklega iđinn viđ ađ mćta á alls kyns viđburđi tengda skólanum og uppbyggingu hans. 

Ólafur Jón, skólameistari, kynnti nýstárlegar kennsluađferđir ţar sem nemendum gefst kostur á ađ kynna sér umhverfi skips međ ađstođ ţrívíddartölvutćkni án ţess ađ fara um borđ. „Kennslan fer fram í framtíđarumhverfi en ekki gömlum beitiskúr,“ sagđi skólameistari međal annars.
Lilja talađi međal annars um mikilvćgi sjávarútvegs fyrir íslenskt hagkerfi, ţađ hafi veriđ ein af grunnstođunum í gegnum tíđina og er ţađ enn.

Auk skólameistara og ráđherra tóku Hjálmar Hallgrímsson, fulltrúi Sambands Sveitarfélaga á Suđurnesjum og fulltrúi í stjórn skólans, og Fannar Jónasson, bćjarstjóri í Grindavík, til máls. Höfđu ţeir orđ á mikilvćgi skólans og lýstu yfir ánćgju međ ađ nýr samningur vćri nú í höfn. Ađ lokinni undirritun buđu fulltrúar Grindavíkurbćjar ráđherra í heimsókn í Kvikuna en ţar áforma heimaađilar ađ byggja viđ og ađ skólinn myndi ţar ákveđna kjölfestu í nýju nýsköpunar- og menningarhúsi.

Fisktćkniskóli Íslands býđur uppá fjölbreytt nám í haftengdum greinum, s.s. Fisktćkni, Fiskeldistćkni, Gćđastjórnun, Marelvinnslutćkni, Haftengda nýsköpun/Sjávarakademían, Veiđarfćratćkni og Smáskipanám upp ađ 15m.

 


    Fisktćkniskóli íslands

    Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

    Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
    Vefpóstur:  info@fiskt.is

    Skráning á póstlista