Fréttir

Samningur viđ Fisktćkniskólann

Samningur viđ Fisktćkniskólann

Lilja Alfređsdóttir mennta- og menningarmálaráđherra og Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari Fisktćkniskólans - myndLilja Alfređsdóttir mennta- og menningarmálaráđherra og Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari Fisktćkniskólans

Mennta- og menningarmálaráđuneyti hefur gengiđ frá samningi viđ Fisktćkniskóla Íslands í Grindavík. Skólinn hefur starfađ frá árinu 2010. Markmiđ hans er ađ stuđla ađ menntun fólks í sjávarútvegi og stuđla ţannig ađ aukinni fagţekkingu og nýliđun í greininni.

Samningurinn er til fimm ára. Međ honum er skólanum faliđ ađ annast kennslu sjávarútvegsgreina á stađfestum námsbrautum samkvćmt lögum um framhaldsskóla. Ráđgert er ađ skólinn haldi áfram ađ ţróa námskosti á ţví sviđi. Um 160 nemendur stunda nám viđ skólann. Kennslan fer ađ mestu fram í Grindavík en skólinn er einnig međ ađstöđu í Garđabć, Reykjavík og á Bíldudal. Á fjórđa hundrađ nemendura hafa lokiđ námi af skilgreindum brautum skólans, ţar af um eitt hundrađ frá samstarfsskólum og frćđsluađilum á Sauđárkróki, Tröllaskaga, Dalvík, Akureyri og Höfn í Hornafirđi.

„Sjávarútvegurinn er ein af undirstöđu atvinnugreinum okkar Íslendinga og á vettvangi Fisktćkniskólans er sannarlega veriđ ađ skapa verđmćti til framtíđar. Hér er vel búiđ ađ fjölbreyttum nemendahópi og viđ vonum ađ skólastarfiđ dafni vel til framtíđar,“ segir Lilja Alfređsdóttir mennta- og menningarmálaráđherra.

Heildarframlag ríkisins vegna samningsins nemur 355 milljónum kr. eđa um 71 milljónum kr. á ári.

Fisktćkniskóli Íslands býđur uppá fjölbreytt nám í haftengdum greinum, s.s. Fisktćkni, Fiskeldistćkni, Gćđastjórnun, Marelvinnslutćkni, Haftengda nýsköpun/Sjávarakademían, Veiđarfćratćkni og Smáskipanám upp ađ 15m.

 


    Fisktćkniskóli íslands

    Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

    Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
    Vefpóstur:  info@fiskt.is

    Skráning á póstlista