Fréttir

Stefndi á gullsmíđi en féll fyrir netagerđinni

segir Elísabet Finnbjörnsdóttir, netagerđarnemi og starfsmađur hjá Hampiđjunni 

 

 

„Netagerđ er starfsvettvangur sem ég mćli hiklaust međ fyrir alla ţví ţetta er ađ mínu mati fjölbreytt og skemmtilegt starf,“ segir Elísabet Finnbjörnsdóttir sem starfar í netagerđ Hampiđjunnar í Reykjavík. Áđur starfađi hún í Hampiđjunni á Ísafirđi. Elísabet er í námi í veiđarfćragerđ í Fisktćkniskóla Íslands en um er ađ rćđa fjarnám. Raunar lćtur hún ekki ţar viđ sitja ţví hún er einnig í skipstjórnarnámi hjá Skipstjórnarskólanum og hefur ţví mörg járn í eldinum. En hvernig ratađi hún inn í vinnu viđ netagerđ?

„Ţetta kom upphaflega ţannig til ađ ég fór á sínum tíma í heimsókn međ vinkonu minni í Hampiđjuna á Ísafirđi ţar sem pabbi hennar er yfirmađur og ţegar viđ gengum út var ég komin međ vinnu í netagerđinni. Ţađ var ţví eiginlega tilviljun ađ ég fór ađ vinna í ţessu og ég sé ekki eftir ţví,“ segir Elísabet. Hún segist ekki hafa haft tengingar viđ netagerđina sem slíka en vera komin af sjómönnum og sé ţví vön umrćđu um sjómennsku og veiđarfćri. Elísabet segir lítiđ um konur í netagerđinni, ţćr hafi stundum veriđ fleiri međan hún starfađi hjá Hampiđjunni á Ísafirđi en hún er í augnablikinu eina konan í netagerđarvinnunni hjá Hampiđjunni í Reykjavík.

 

Lćrir skipstjórn og veiđarfćragerđ á sama tíma

„Ţetta er hiklaust starf sem konur mćttu velta fyrir sér. Mér finnst starfiđ fjölbreytt, ţađ er ekki líkamlegt erfiđi og alltaf eitthvađ nýtt ađ lćra,“ segir Elísabet sem ákvađ, eftir ađ hafa kynnst starfinu, ađ grípa tćkifćriđ og skrá sig í fjarnám í netagerđ hjá Fisktćkniskólanum.

„Ég fć starfstíma minn í netagerđinni metinn og lćri á mínum vinnustađ ađ vinna međ veiđarfćrin. Međ náminu fć ég innsýn í ólíkar gerđir veiđarfćra, lćri um útreikning á veiđarfćrum, geri módel af veiđarfćrum og ýmislegt fleira. Ţetta er mjög gagnlegt,“ segir Elísabet og bćtir ţví viđ ađ hún hafi haft augastađ á gullsmíđanámi áđur en hún kynntist netagerđinni. „En eftir ađ ég kynntist netagerđinni ţá vissi ég ađ ţetta var eitthvađ sem mig langađi ađ lćra alveg óháđ ţví hvađ ég ćtlađi ađ gera viđ ţessa ţekkingu.“Ađspurđ segist Elísabet vonast til ađ fá tćkifćri til ađ nýta ţá skipstjórnarţekkinguna ţegar ţar ađ kemur og ţá komi netagerđarkunnáttan henni vafalítiđ til góđa.

„Fyrir skipstjórnendur er gott ađ hafa líka innsýn og ţekkingu á veiđarfćragerđinni ţannig ađ ţetta tvennt nýtist saman. En markmiđiđ međ ţví ađ lćra bćđi skipstjórnina og netagerđina er ađ skapa mér atvinnutćkifćri í framtíđinni bćđi á sjó og landi,“ segir hún.


    Fisktćkniskóli íslands

    Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

    Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
    Vefpóstur:  info@fiskt.is

    Skráning á póstlista