Marel vinnslutæknir útskrift 2016
Marel vinnslutæknir útskrift
Fisktækniskóli Íslands og Marel gerðu með sér 3 ára samning um áframhaldandi samstarf um nám í Marel-vinnslutækni. Tæknistigið í íslenskum fiskvinnslum hefur stór aukast með tilkomu nýrrar tækni sem byggist á tölvustýrðum tækjum og línum. Það er því aukin þörf á sérhæfðu starfsfólki í fiskvinnslu með góðan bakgrunn í tækni og hugbúnaði. Til að mæta þessari þörf hafa Marel og Fisktækniskóli Íslands í sameiningu boðið upp á einsárs nám síðastliðin þrjú ár sem kallast Marel vinnslutæknibraut. Tveir framúrskarandi námsmenn fengu framhalds-námsstyrki úr IceFish-sjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, en fyrr á þessu ári voru tveir aðrir styrkir veittir. Það voru þau Jóhanna Sigurlaug Eiríksdóttir, sem er að sérhæfa sig í gæðastjórnun innan fiskiðnaðarins, og Hallgrímur Jónsson, sem sérhæfir sig í Marel-vinnslutækni, sem í dag fengu styrki úr sjóðnum, 250 þúsund krónur hvort. Fyrr á þessu ári var sömu upphæð veitt til þeirra. Samtals veitir sjóðurinn eina milljón króna á þessu ári til að styrkja nemendur til sérhæfingar í tækni við veiðar og vinnslu hjá Fisktækniskólanum. Jóhanna og Hallgrímur stunda bæði nám við Fisktækniskóla Íslands og hafa nú þegar lokið tveggja ára grunnnámi í fisktækni. Styrkirnir nýtast þeim á lokaári námsins til að sérhæfa sig á fyrrgreindum sviðum.