Eineltisáætlun

Það er stefna Fisktækniskóla Íslands að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi verða undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Í þessari stefnu er orðið áreitni notað yfir kynbundna, kynferðislega og aðra áreitni.

 Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun skólans í baráttunni gegn einelti, áreitni og ofbeldi strax við upphaf starfs. Öryggisnefnd kynnir stefnuna og viðbragðsáætlun á starfsmannafundi á hverju ári.

 Ef einelti, áreitni eða ofbeldi kemur upp er strax metin þörf þolanda fyrir bráðan stuðning og hann veittur eftir því sem þörf krefur (atvik tilkynnt á GAT-008, sjá flæðirit). Lögð verður áhersla á að leysa málið hið fyrsta og koma í veg fyrir að vandinn haldi áfram.

 Skólinn mun grípa til aðgerða gagnvart starfsmönnum sem leggja aðra í einelti, áreita aðra eða beita ofbeldi. Aðgerðir geta t.d. falist í leiðsögn, skriflegri áminningu og eftir atvikum uppsögn í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Gerandi verður ávallt látinn axla ábyrgð.  

Nánari upplýsignar í PFD 

Fisktækniskóli íslands

Víkurbraut 56  |  240 Grindavík, Iceland

Símar:  4125966  /  4125968  /  4125965
Vefpóstur:  info@fiskt.is

Skráning á póstlista