Hlutverk Fisktækniskóla Íslands eru eftirfarandi:
- Menntun fólks í sjávarútvegi að loknum grunnskóla.
- Endurmenntun starfsfólks í sjávarútvegi.
- Að veita fræðsluaðilum; framhaldsskólum, símenntunarmiðstöðvum og fyrirtækjum þjónustu á sameiginlegum sviðum innan samstarfsnetsins.
- Setja markmið fyrir nám í veiðum, vinnslu og fiskeldi.
- Aðstoða við brauta- og áfangalýsingar innan tiltekins ramma.
- Veita þjónustu varðandi raunfærnimat.
- Aðstoða við skipulagningu vinnustaðanáms.
- Námsefnisgerð.
- Skipulag endur- og símenntunar.
- Kynningarmál og markaðssetning.
Á þennan hátt er að vænta að Fisktækniskóli Íslands öðlist heildarsýn yfir námið á landsvísu, setji viðmið um framkvæmd og gæði kennslu og framfylgi þeim. Skipulag og framkvæmd kennslu, bæði í skóla og á vinnustað, er á höndum hvers aðildarskóla fyrir sig, símenntunarmiðstöðva og fyrirtækja.