SJÁVARAKADEMÍAN

Haftengd nýsköpun

Haftengd nýsköpun – Sjávarakademía þjálfar frumkvöðla á sviði haftengdrar nýsköpunar og hentar fólki sem hyggst stofna fyrirtæki innan bláa hagkerfisins eða er með viðskiptahugmynd sem það vill þróa. Áhersla er á leiðtogafærni, nýsköpun og markaðsmál.


Nemendastundir 650
Verð 21.000 kr

Hægt er að sækja um fræðslustyrki til stéttarfélaga

Námsbrautarlýsing og skipulag

Námið höfðar til ungs fólks á öllum aldri óháð kyni, sem hefur frumkvæði og vilja til að taka þátt í nýsköpun og uppbyggingu fyrirtækja innan hins fjölbreytta bláa hagkerfis.

Námið hefst 12. september og skiptist upp í fyrirlestra, verkefna- og teymisvinnu ásamt heimsóknum í nýsköpunarfyrirtæki og endar með útskrift 9.desember.

Kennsla fer fram í Húsi Sjávarklasans, Grandagarði 16, 101 Reykjavík.

Kennslulotur

Námið er kennt í staðarlotum með valmöguleika á að tengjast í gegnum forritið Teams í rauntíma.

Hver lota er 2-4 dagar.

Lota 1-2 Afurðir og vöruhönnun - Sjálfbærni og nýsköpun - Lokaverkefni

Lota 2-4 Rekstraráætlanagerð, verkefna- og gæðastjórnun - Sjálfbærni og nýsköpun - Lokaverkefni
Markaðs- og kynningarmál (Stafræn ferilmappa)

Lota 4-6 Umhverfismál og sjálfbærni - Sjálfbærni og nýsköpun - Lokaverkefni

Frekari upplýsingar um námið gefur asdis@fiskt.is

Hér má sjá námsbraut