AFLAMEÐFERÐ OG KÆLING

Það er á allra vitorði að meðferð, kæling og hreinlæti eru mikilvægustu atriðin þegar kemur að því að varðveita gæði fiskafurða og skiptir þá ekki máli hvort afurðin er send kæld, fryst,söltuð eða þurrkuð á markað. Fjallað er um rétta aflameðferð um borð í bátum. Á námskeiðinu munu starfsmaður Fisktækniskólans halda fyrirlestra um meðferð afla, hvernig skuli umgangast hráefnið þannig að það fáist sem hæsta söluverð og að neytendur verði ánægðir með gæðin. Afli smábáta er ferskasta hráefni sem völ er á, en til að tryggja enn betur að fiskvinnslan og neytendur fái sem bestan fisk í hendurnar er mikilvægt að sjómenn þekki vel hvaða þættir hafa helst áhrif á gæðin.

Lengd 4 klst : Kennari frá Fisktækniskóla Íslands.

Fyrirtækjum er bent á að hafið samband við okkur til að leita tilboða í námskeið.

Nánari upplýsingar gefur Þórdís Daníelsdóttir  disa@fiskt.is  eða í  síma 412-5966.

Næsta námskeið áætlað í haust.