Fisktækniskóli Íslands hefur hlotið gæðavottun skv. EQM (European Quality Mark) gæðastaðlinum, gæðavottun fyrir fræðsluaðila í fullorðinsfræðslu.
EQM byggist á sjálfsmati fræðsluaðila sem er yfirfarið af matsaðila sem kemur einnig með ábendingar um gæðamál og umbætur á meðan úttektarferlinu stendur.
EQM vottun metur:
Gæði þjónustu sem fræðsluaðili veitir
Gæðakerfi fræðsluaðila, innri gæðastjórnun og verkferla
Hvort gæðakerfi uppfyllir kröfur um viðurkennd gæðaviðmið sem EQM staðallinn felur í sér
Með innleiðingu EQM gæðakerfisins hefur Fisktækniskóli Íslands markað sér stefnu varðandi gæði þeirrar þjónustu sem skólinn veitir. Gæðahandbók skólans er ætlað að endurspegla starfsemina og sýna fram á virkni gæðaferla. Gæðahandbókinni er einnig ætlað að vera grunnur að sjálfsmati/innri úttektum sem verða framkvæmdar árlega og munu fara fram í lok vorannar ár hvert, þá skilu gæðamarkmið rýnd og metið hvort gera þarf breytingar í starfsemi til að uppfylla markmið. Úrbótum skal hrint í framkvæmd eða þær settar í skipulagðan farveg eigi síðar en 1. júní ár hvert. Á sama tíma er gæðahandbók FTÍ uppfærð.
Innleiðing gæðakerfisins er hornsteinn þess að tryggja að þjónusta verði stöðug og að hún muni standast væntingar hagsmunaaðila og skjólstæðinga Fisktækniskóla Íslands.
Ábyrgðaraðili gæðakerfis er skólameistari
Lög um framhaldsfræðslu 27/2010 kveða á um lögbundið árangursmat á gæðum fræðslustarfsins, sbr. 14. gr. laganna.
Lykillinn að markvissu gæðastarfi er stöðuleiki. Hver vottunarhringur felur í sér ytri úttekt utanaðkomandi matsaðila þriðja hvert ár en þess á milli ber fræðsluaðila að skila inn sjálfsmatslitsum. Fisktækniskóli Íslands hefur sett upp lifandi vinnuskjal, með tilvísunum í kröfur sem gæðakerfið kveður á um að séu uppfylltar og byggist á sjálfsmatslistunum.
Í skjalinu er notast við litakóða sem rímar við umferðaljós til að sjá að hvaða marki kröfur eru uppfylltar í sjálfsmatinu:
Grænt = Uppfyllt að fullu
Gult = Uppfyllt að hluta
Raut = Ekki uppfyllt /á ekki við
Nýjasti sjálfsmatslisti er hér að neðan