GRUNNNÁM


Fisktækni

Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi

Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára gunnnám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Í starfsnámi er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað /vetfang með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins t.d sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi.

Meðan á námstímanum stendur eru heimsóknir í stofnarnir og fyrirtæki tengd sjávarútvegi mikilvægur þáttur. Farið er í námsferð erlendis í samvinnu við samstarfsskóla okkar í Danmörku og/ eða Noregi.

Inntökuskilyrði:  Grunnskólapróf.

Skólagjöld: 21.000.- (önnin)

Áhugaverð og fjölbreytt blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika og möguleika til frekari menntunnar.

  • RAFRÆN UMSÓKN á www.menntagatt.is

  • Forinnritun fer fram frá mars til apríl. Innritun eldri nemenda, umsækjendur 17 ára og eldri nota auðkenni frá island.is eða rafræn skilríki til að sækja um.

  • Lokainnritun apríl til miðjan júní. Nemendur í 10.bekk.

  • Fjar og dreifinám fer fram samkvæmt fyrirkomulagi.

Þú getur pantað viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa Fisktækniskóla Íslands.

Á vefsíðunni menntagatt.is eru upplýsingar um innritun og vefslóðir á heimasíðu Fisktækniskóla Íslands.

Endilega hafið samband við okkur hjá Fisktækniskóla Íslands ef ykkur vantar frekari upplýsingar um námið.