FRÉTTIR

Sjávarauðlindaskólinn
Bernharð Aðalsteinsson Bernharð Aðalsteinsson

Sjávarauðlindaskólinn

Eins og undanfarin ár buðum við hjá Fisktækniskólanum ásamt Vinnuskóla Grindavíkurbæjar og Codland nemendum 9. bekkjar upp á sumarnámskeið sem við nefnum Sjávarauðlindaskólinn. Sjávarauðlindaskólinn var dagsettur 19.-22. júní í og var hann með hefðbundnu sniði en markmiðið með starfinu er að veita ungmennum innsýn í fjölbreyttan sjávarútveg og opna augu þeirra fyrir áhugverðum tækifærum tengdum sjávarútvegi í sinni heimabyggð.

Read More
Fleiri norskir gestir á ferð
Ragnheiður Eyjólfsdóttir Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Fleiri norskir gestir á ferð

Fisktækniskólinn fékk skemmtilega heimsókn í hádeginu í gær þegar 16 manna hópur frá Landbúnaðarskólanum Kleiva í norður Noregi kíkti við. Þetta er hópur sem stundar nám í fiskeldi og þar sem Fisktækniskólinn býður uppá nám í Fiskeldistækni þá var upplagt að hittast og kynnast.

Read More
Samstarfsvettvangur um menntun í sjávarútvegi
Ragnheiður Eyjólfsdóttir Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Samstarfsvettvangur um menntun í sjávarútvegi

Eftir málstofu um menntun í sjávarútvegi á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu í nóvember sl. var settur saman hópur undir yfirskriftinni Samstarfsvettvangur um menntun í sjávarútvegi. Hópurinn hefur fundað nokkrum sinnum en ákveðið var að til að stilla fókusinn enn frekar að taka saman vinnudag, -og fara út úr bænum til að kúpla sig sem mest frá daglegum verkefnum.

Mánudaginn 8. maí var haldinn var vinnufundur í Háskólanum á Hólum þar sem aðilar komu saman og hófst fundurinn á því að Hólmfríður Sveinsdóttir rektor á Hólum bauð gesti velkomna.

Read More
Hátíðleg stund við styrkveitingu námsstyrkja til nemenda
Bernharð Aðalsteinsson Bernharð Aðalsteinsson

Hátíðleg stund við styrkveitingu námsstyrkja til nemenda

Það var hátíðleg stund á föstudaginn þegar tilkynnt var hverjir hlutu námsstyrki fyrir árið 2023 úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegsverðlaunann, en IceFish 2024 sýningin verður haldin í Smáranum í September á næsta ári. Námsstyrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum.

Styrkina úr IceFIsh-menntasjóðnum hlutu að þessu sinni þau Kristín Pétursdóttir, sem leggur stund á nám í fiskeldi, Hreinn Óttar Guðlaugsson, sem leggur stund á nám í Marel-fisktækni. og Dominique Baring, sem stundar bæði á nám í gæðastjórnun og í fiskeldi.

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri IceFish 2024, afhenti styrkina og óskaði nemendum heilla í námi sínu og framtíðar í sjávarútvegi.

Frábær árangur hjá flottum nemendum.

Read More
Við skiptum tímabundið um í brúnni!
Bernharð Aðalsteinsson Bernharð Aðalsteinsson

Við skiptum tímabundið um í brúnni!

Frá og með 1.maí næst komandi, mun Klemenz Sæmundsson taka við stöðu skólameistara Fisktækniskóla Íslands, meðan Ólafur Jón vinnur að sérverkefnum á vegum skólans.

Read More
Haustútskrift Fisktækniskóla Íslands
Bernharð Aðalsteinsson Bernharð Aðalsteinsson

Haustútskrift Fisktækniskóla Íslands

Fimmtudaginn 15. desember fór fram útskrift frá Fisktækniskóla Íslands. Alls luku 56 nemendur prófi á haustönn – og er það fjölmennasti útskriftahópur skólans til þessa. Í Vélstjórn luku 13 manns námi (750Kw), 24 luku tveggja ára almennu grunnnámi Fisktækna. Einn lauk námi í Veiðafæratækni, 12 luku Gæðastjórn og sex luku Fiskeldistækni – en tvær síðastnefndu brautirnar hafa námslok á þriðja hæfniþrepi og eru sérhæfing – að loknu grunnnámi alls 180 námseiningar.

Read More