Ítalskir gestir í heimsókn

Nokkrir gestir frá ítölskum vinaskóla Fisktækniskólans á Sikiley komu til Íslands á vegum Erasmus+ áætlunarinnar og heimsóttu meðal annars Fisktækniskólann á starfsstöðina í Sjávarklasanum. Þarna voru á ferð skólameistari og fjórir kennarar.

Hópurinn fékk ítarlega kynningu á skólanum og námsbrautum, íslenska framhaldsskólakerfinu, starfsemi Sjávarklasans var útskýrð, borðað á Kaffivagninum við Reykjavíkurhöfn og farið í Sjóminjasafnið til að gefa innlit í söguna.

Aldrei að vita nema að við eigum eftir að endurgjalda heimsóknina á næstu önnum.

Previous
Previous

Fisktækniskóli Íslands fagnar fánadegi Heimsmarkmiðanna

Next
Next

Heimsókn í Fiskkaup