Heimsókn í Fiskkaup
Fór og kíkti í heimsókn til þeirra Malla (Mahad) og Kalla (Khalid) í Fiskkaup út á Granda í dag. Þar tóku þessir hörkuduglegu og samviskusömu drengir á móti mér með bros á vör eins og alltaf. Þeir munu útskrifast af fisktæknibraut í næstu viku en eru byrjaðir í þriðja árs námi á fiskeldisbraut og leggja sig alla fram í því sem og öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Aldeilis góð viðbót við íslenskt samfélag þessir kappar.