Fisktæknir
Nemendur læra aðferðir til að ná sem mestum verðmætum og gæðum úr fiski. Þeir fá innsýn í gæðakerfin sem notuð eru ásamt því að kynnast helstu vélum og tækjum. Í sjávarútvegi er hröð þróun og mikilvægt að fylgjast vel með tækni, vöruþróun og kröfum markaða að sjálfsögðu í sátt við umhverfið.