Útskrift

Það var stór dagur hjá okkur í Fisktækniskólanum þegar við útskrifuðum 26 nemendur af vorönn. Fimm af þeim hafa verið undir mínum verndarvæng síðustu 2 skólaár og útskrifast með láði enda öndvegis manneskjur sem hafa þroskast afar vel á þessum tíma. Vonandi halda þeir áfram og taka þriðja árið sem er ákvörðun sem þeir taka sjálfir. Þessi tvö ár með þessum drengjum hafa oft verið krefjandi en umfram allt ánægjuleg og afar gefandi. Óska þeim alls hins besta í framtíðinni og þeim eru allir vegir færir bara ef þeir vilja það

Previous
Previous

Fundur samstarfsaðila í MARREC, samstarfsverkefni á vegum NORA

Next
Next

Ferðalag til Noregs