Rafræn kennsla hittir í mark hjá fyrirtækjum 

Nú eru landið og jafnvel miðin orðið eitt kennslusvæði og tungumálavandi úr sögunni 

Fisktækniskóli Íslands hefur undanfarið verið að nýta rafræna kennslukerfið Learncove til að miðla fræðslu til fyrirtækja sem kjósa að endurmennta starfsfólk sitt og koma inn fræðslu á einfaldan og straumlínulagaðan hátt. Kennslukerfið gerir skólanum fært að þjónusta hópa sem eru dreifðir um landið, -eða miðin, og tala ekki endilega sama tungumál í grunninn.  

Árið 2025 hefur verið frábært hvað þetta varðar og fjölmörg fyrirtæki séð hversu mikið hagræði er að nýta svona lausn til að koma kennsluefni til starfsfólks. Sem dæmi má nefna að 255 manns frá fyrirtækjum alls staðar að af landinu hafa farið rafrænt í gegn um Grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk og hafa þátttakendur m.a. komið frá Grindavík þ.e. Þorbirni (sem skiptist svo upp í þrjú fyrirtæki á árinu), einnig sátu hópar mjölmanna slík námskeið. Annar hópur kom frá SVN á Austurlandi þar sem haldið var gæðanámskeið fyrir sjómenn, rafrænt HACCP námskeið var keyrt fyrir starfsfólk fiskmarkaða auk þess sem Matorka og Brim keyrðu rafræn gæðanámskeið. Skólinn hefur verið í samstarfi við símenntunarstöðvar um allt land með námskeiðin. Það hefur hentað mjög vel að keyra námskeið með þessu móti og ekki endilega þörf á að heill hópur komi frá hverju fyrirtæki heldur nægir að 2-3 aðilar komi frá hverjum vinnustað sem felur í sér mikið hagræði. 

Stjórnendur láta sérlega vel af því hversu notendavænt kennslukerfið er og hversu mikil einföldun felst í tungumálastuðningum sem það býður uppá því það er klárt hagræði af því að hægt sé að miðla efni á íslensku og starfsmaður geti svo látið kerfið skila því til sín á því tungumáli sem hentar, hér er ekki verið að takamarka tungumálavalkosti við t.d. ensku og pólsku heldur eru á annan tug tungumála sem hægt er að velja um. Starfsfólk getur tekið námskeiðin í tölvu, spjaldtölvu eða jafnvel á síma. Tekið inn fræðsluna og svarað spurningum úr efni, tekið próf ef þörf er á eða skilað verkefnum á þeim tíma sem hentar og á því tungumáli sem það skilur best.  

Fisktækniskólinn er alltaf opinn fyrir áframhaldandi frábæru samstarfi við hvers kyns fyrirtæki í fiskframleiðslu eða öðrum matvælaiðnaði, við getum sett saman fræðslupakka sem hentar nánast hverjum sem er hvar sem er

Next
Next

Hátíðleg haustútskrift Fisktækniskóla Íslands