FISKTÆKNI


Fisktækni

Grunnnám í fisktækni býr nemendur undir störf við fiskvinnslu, fiskveiðar og fiskeldi. Námið er ennfremur grunnur að öðru námi í framhaldsskólum og viðfangsefnum í fjölbreyttum sjávarútvegi. Námið er skipulagt á fjórum önnum; tvær annir í skóla, samkvænt námskrá skólans, og tvær á vinnustað á grundvelli skráningakerfis og ferilbóka um framvindu námsins. Við námslok hafa nemendur öðlast hæfni til að starfa á ábyrgan og sjálfstæðan hátt í samræmi við grundvallarreglur viðkomandi fyrirtækis, undir stjórn yfirmanns. Starfa við vinnslu sjávarafurða sem sérhæfður starfsmaður eða flokkstjóri með ábyrgð á ákveðnum verkstöðvum hjá fiskvinnslufyrirtækjum, útgerðum eða fiskeldisstöðvum. Fisktæknir getur einnig starfað sem sölumaður hjá fisksölufyrirtæki eða fyrirtæki sem selur tæki og búnað fyrir sjávarútveg. Námslok brautar eru á öðru hæfniþrepi.

Brautir.jpg