Útskriftardagur!

Það er hátíðlegur dagur í dag, stór útskrift hjá Fisktækniskólanum. Alls voru 74 nemendur útskrifaðir á haustönn 2023. Nemendur útskrifuðust af Fisktæknibraut, Fiskeldistækni, Gæðastjórnun og einn úr Veiðarfæratækni (Netagerð). Hópar úr smáskipanámi bæði skipstjórn og vélstjórn höfðu fengið sín skírteini um leið og námi þeirra lauk í nóvember. Sökum aðstæðna á „heimavellinum“ í Grindavík fór útskriftin að þessu sinni fram í Sjávarklasanum við Grandagarð þar sem okkur hefur verið tekið opnum af mikilli góðvild og hlýhug.

Nemendur komu víða að t.d. var hópur frá Brim að ljúka námi í Gæðastjórn og blandaður hópur í Fiskeldistækni sat nám frá Bíldudal og komu þau frá Arctic Fish og Arnarlax.

Við óskum nýútskrifuðum til hamingju og ykkur öllum gleðilegrar hátíðar 😊

Previous
Previous

Námsstyrkir IceFish sýningarinnar

Next
Next

Skrifstofa skólans kominn með aðsetur í Sjávarklasanum