Námsstyrkir IceFish sýningarinnar

Búið er að framlengja umsóknafresti til námsstyrks að upphæð 300.000 þúsund til 15 janúar 2023.  Mæli með að þið skoðið vel linkinn hér fyrir neðan.

 

Stjórnendur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar lögðu árið 2017 fram tvær milljónir króna til að stofna námssjóð fyrir nemendur sem stefna á nám í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og hafa nú lagt samtals sex milljónir króna í sjóðinn sem til þessa hefur styrkt átta nemendur.

 

Í Fisktækniskóla Íslands er í framhaldi af grunnbrautinni í Fisktækni boðið upp á sérhæfðar framhaldsbrautir í Gæðastjórnun, Fiskeldistækni og Vinnslutækni þar sem nemendum býðst að útskrifast frá þessum brautum með námslok á þriðja hæfniþrepi
Fisktækniskóli Íslands var stofnaður í Grindavík árið 2010 í þeim tilgangi að uppfylla þarfir sjávarútvegsfyrirtækja í veiðum, vinnslu og fiskeldi á að fá starfsfólk með viðeigandi þjálfun

IceFish-námssjóðnum er einkum ætlað að styrkja fólk sem er í námi á framhaldsbrautunum, þ.e. í námi til særhæfingar.

 

Fylla þarf út einfalt umsóknareyðublað til þess að eiga möguleika á námsstyrk sjá eyðublað inn á heimsíðunni IceFish.

Umsóknirnar verða lagðar fyrir ráðgjafahóp skipaðan fulltrúum frá Fisktækniskóla Íslands, Marel, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssambandi smábátaeigenda ásamt fulltrúa frá Íslensku sjávarútvegssýningunni. Umsóknir eru metnar með tilliti til þeirra þátta sem fram koma í meðfylgjandi leiðbeiningum.

https://www.worldfishing.net/islenska-sjavarutvegss%C3%BDningin/namsstyrkir

Previous
Previous

Námsstyrkir 2024 veittir úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar

Next
Next

Útskriftardagur!