Námsstyrkir 2024 veittir úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar

Í dag var tilkynnt hverjir hljóta námsstyrki fyrir árið 2024 úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, en IceFish 2024 sýningin verður haldin í Smáranum í september nk. Námsstyrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum fyrr í dag.

Í kjölfarið á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2014 gerðu forsvarsmenn sýningarinnar sér grein fyrir nauðsyn þess að fjárfesta í framtíð sjávarútvegarins á Íslandi og settu á stofn menntasjóð til að veita námsstyrki til efnilegra nema innan geirans. Fyrsti námsstyrkurinn var veittur árið 2017 og nú hafa alls fjórtán styrkir verið veittir.

Handhafar námsstyrkjanna 2024 eru þrír talsins, úr stórum hópi msækjenda, og stunda allir nám við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík. Hver þeirra hlýtur 300 þúsund króna til hvatningar til áframhaldandi náms.

Styrkina úr IceFIsh-menntasjóðnum hljóta að þessu sinni þær Klaudia Magdalena Lenkiewicz, sem lokið hefur námi í fisktækni og stundar nú framhaldsnám í gæðastjórnun, Beata Mroz, sem lokið hefur námi í fisktækni og stundar nú framhaldsnám í gæðastjórnun, og Þórdís Ýr Snjólaugardóttir, sem lokið hefur námi í gæðastjórnun og ætlar nú að bæta við sig fiskeldistækni.

Next
Next

Námsstyrkir IceFish sýningarinnar