Veiðarfæratæknir frá Fisktækniskóla Íslands verðlaunaður

Frá verðlaunaafhendingunni: Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, Þorvaldur Einarsson verðlaunahafi, Stefán B. Ingvarsson meistari Þorvalds og Halldór Þórður Haraldsson formaður Iðnaðamannafélagsins í Reykjavík

Fisktækniskóli Íslands hefur séð um kennslu faggreina í Veiðarfæratækni (netagerð) í fjarnámi og staðnámi frá árinu 2018. Námskráin  var endurskoðuð árið 2016 og er boðið upp á námið í samstarfi við fagnefnd greinarinnar, sjávarútvegsfyrirtæki og öll helstu fyrirtæki í veiðarfæragerð. Einnig hefur verið samstarf við þau fyrirtæki sem þjónusta veiðarfæragerðirnar. Lögð er áhersla á að nemendur þurfi ekki að flytjast búferlum til að geta lagt stund á námið. Faglegu greinarnar eru kenndar í stað- og fjarnámi en hinar almennu námsgreinar er unnt að taka við hvaða framhaldsskóla sem er t.d. í fjarnámi.

Veiðarfæratækni er löggild iðngrein og lýkur náminu því með sveinsprófi. Á nýsveinahátíð sem haldin var í vor hlaut Þorvaldur Einarsson nemandi frá skólanum viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu í sínu fagi. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sá um að veita þessa viðurkenningu.

Við erum stolt af okkar nemanda og óskum Þorvaldi innilega til hamingju með frábæran árangur í námi.

Þorvaldur Einarsson verðlaunahafi

Previous
Previous

Styrktarhlaup eða ganga á fjallið Þorbjörn

Next
Next

Sjávarauðlindaskólinn