GÆÐI OG MEÐFERÐ MATVÆLA -FRÁ VEIÐUM TIL VINNSLU

Ný námskrá til réttindanáms Smáskipavélavörður <15m hefur nú litið dagsins ljós. Hún gerir fjölmargar kröfur um nám umfram það sem fólst í fyrri námskrá sem náði til réttindanáms á smáskipum < 12m.

Í byrjun september er áætluð kennsla hjá Fisktækniskóla Íslands í Vélgæslu <15m.                  Námskeiðinu verður skipt í tvær lotur. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

 Það eru tveir þættir sem bætast við, sjá útskýringu í texta hér að neðan.

 Smáskipavélavörður – uppfærsla á réttindum í vélstjórn <12m í <15m.

Eftir 1. janúar 2021 á sá sem er handhafi vélstjórnaréttinda (< 12m og 750 k/W) rétt á að fá útgefið skírteini til þess að gegna sömu störfum á skipum sem eru < 15m, enda hafi hann lokið:

 •             Öryggisfræðslunámi smáskipa og skyndihjálp hjá Slysavarnarskóli sjómanna eða öðrum viðurkenndum aðila í skyndihjálp (Skírteini SSV, fimm daga námskeið)

 •             Lokið tilskyldum siglingatíma í eitt ár (átta mánuðir) eða viðurkenndri starfsþjálfun.

 Ekki þarf að sækja um ný atvinnuskírteini vegna þessa, en texta nýrra skírteina verður breytt þegar þau koma til endurnýjunar hjá Samgöngustofu. Sá sem er handhafi skipstjórnarréttinda, getur einnig annast vélstjórn á smáskipum sé hann einnig handhafi skírteinis smáskipavélavarðar, ef útivist er ekki lengri en 14 klst. Ekki er skylt að vélavörður sé í áhöfn skips ef gerður hefur verið þjónustusamningur við þjónustuaðila um viðhald vélbúnaðar skipsins. Sá samningur þarf að vera staðfestur af Samgöngustofu. 

 

Nánari upplýsingar gefur Þórdís Daníelsdóttir  disa@fiskt.is  eða í  síma 412-5966.

Næsta námskeið áætlað í haust.