MAREL VINNSLUTÆKNI

Vinnslutækni Marel – Haftengd auðlindatækni 2024
Viltu sérhæfa þig í hátæknilegri matvælavinnslu eða búa þig undir framtíðarstarf?

Hátæknilegar matvælavinnslur kalla á aukna fagþekkingu. Námið er ætlað framleiðslustjórum, verkstjórum, flokkstjórum og öðrum sem vinna með hugbúnað og tæki. Nám í Vinnslutækni þjálfar notendur í stjórnun og stýringu helsta tækja- og hugbúnaðar sem Marel framleiðir.

Námið hentar fólki sem er starfandi í matvælavinnslu eða hefur reynslu af slíku starfi og kýs að sérhæfa sig í stýringu hug- og vélbúnaðar í matvælavinnslu og er skipulagt með þarfir atvinnulífs í huga. Kennsla sérhæfingar nær yfir eina önn og áhersla er á tækjabúnað, hugbúnað og hátækni. Kennt er í blönduðu námi sem skiptist í bóklegt og verklegt nám í öllum kennslulotum. Nemendur útskrifast með námslok á þriðja hæfniþrepi.

Þrjár leiðir eru til að hefja námið;
-að hafa lokið Fisktækninámi
-hafa reynslu sem má meta með raunfærnimati
-hafa lokið öðru námi sem má meta til eininga

Námið er kennt í sex lotum, ein til tvær lotur í mánuði frá sept til des 2024

Það eru sameiginlegir hagsmunir fyrirtækis, framleiðanda tækjabúnaðar og starfsfólks að hafa innan sinna raða vel þjálfað starfsfólk með faglega þekkingu á þeim verðmætaskapandi tækjabúnaði sem hámarkar afköst, samtímis því að halda uppi góðum gæðum og yfirsýn yfir alla vinnsluþætti.

Námið er þróað í samstarfi við atvinnulífið

Frekari upplýsingar um námið gefur Ásdís Pálsdóttir, netfang asdis@fiskt.is

Verð 165.000.-                                                                            

ATH: Hægt er að sækja um fræðslustyrki stéttarfélaga