NÁMSKEIÐ FYRIR NÝLIÐA Í FISKVINNSLUM

Námskeiðinu er skipt upp í tvo efnisþætti annars vegar hreinlæti og gæðamál og hinsvegarvinnuvistfræði  og öryggismál.

Hreinlætis og gæðamál

Fjallað um hreinlæti og þrif, gerlagróður, persónulegt hreinlæti og vinnureglur og vinnuferlar í viðkomandi fyrirtæki kynntir. Jafnframt er lögð áhersla á mikilvægi hvers starfsmanns innan heildarinnar og ábyrgð hvers og eins.

Lengd 6 kst : Kennari frá Fisktækniskóla Íslands.

 Vinnuvistfræði  og öryggismál

Farið er yfir hvað vinnustellingar séu best að tileinka sér við störf í fiskvinnslu. Fjallað er allmennt um vinnuvernd, vinnuaðstöðu og líkamsbeitingu. Umgengni við vélar og tæki. Vinnulöggjöfin kynnt og vinnureglur varðandi hættuleg tæki og aðstæður sem geta skaðað heilsu stafsmanns ef ekki er að gáð. Hvar eru öryggishlífar og neyðarhnappar og annað slíkt. Áhersla lögð á ábyrgð hvers og eins að fara eftir vinnureglum og öryggisreglum. Mjög gott er að geta heimsótt áður hvert fyrirtæki og lagað námsefnið að hverri fiskvinnslu fyrir sig, þó sami grunnur liggi að baki. Áhersla er lögð á að vekja ábyrgðarkennd og vitund um mikilvægi hvers starfsmanns í framleiðsluferlinu.

Lengd 6 kest : Kennari frá Fisktækniskóla Íslands.

Nánari upplýsingar gefur Þórdís Daníelsdóttir  disa@fiskt.is  eða í  síma 412-5966.

Næsta námskeið áætlað í haust.