Heilsan er þín dýrmætasta eign

Fisktækniskóli Íslands er heilsueflandi framhaldsskóli og hefur markmið Landlæknisembættisins að leiðarljósi hvað heilsueflingu varðar. Heilsuefling er sameiginlegt verkefni allra í FTÍ; nemenda, starfsfólks og stjórnenda. Skólinn styður bætta heilsu og líðan þeirra sem starfa og eru í námi við skólann. Skólinn mun bjóða upp á vinnuaðstöðu, fræðslu og aðstæður sem auka vitund um mikilvægi bættrar heilsu. Jafnframt er lögð áhersla á að hver og einn geri sér grein fyrir ábyrgð á eigin heilsu. Með heilsustefnu á sviði heilsueflingar og forvarna vill skólinn hafa áhrif á daglegar venjur og starf í skólanum og stuðla þannig að betri líðan og auknum árangri í námi og starfi.

Forvarnarstarf er hluti af daglegu starfi hvers framhaldsskóla. Fisktækniskóli Íslands leggur sitt af mörkum til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífssýn nemenda sinna. Því er lögð áhersla á vímuvarnir með fræðslustarfi.

Smelltu á hnappinn til að skoða Heilsu- og forvarnastefnu Fisktækniskóla Íslands.

HEILSU- OG FORVARNASTEFNA

HEILSU- OG FORVARNASTEFNA