EFTIRFARANDI ER ÁÆTLUN EF ÁFALL VERÐUR Í SKÓLA
Ef áfall verður í skóla skal forgangsraða líkamlegri skyndihjálp og svo huga að sálrænni skyndihjálp sem felst í því að kennarar og starfsmenn staddir í skólanum þegar viðburður á sér stað róa og hugga nemendur og hlúa að samstarfsfólki. Þeim skal leyfast að fá sem eðlilegasta útrás fyrir tilfinningar sínar, sem geta birst á mismunandi hátt, m.a. sem grátur, ógleði, skjálfti og köfnunartilfinning, doði, tómleikatilfinning, fólksfælni og þörf fyrir samveru eða einveru.
Það skiptir miklu máli að þeir sem veita áfallahjálp haldi ró sinni og gefi sér tíma.
Smelltu á viðeigandi hnapp til að skoða áfallaáætlun.