SAMSTARF OG SAMSKIPTI Á VINNUSTAÐ - FJÖLMENNING

Samskipti – hindranir eða tækifæri til að læra eitthvað nýtt? 

Fjallað um samskipti á vinnustað og lögð er áhersla á mikilvægi starfsánægju og bent á leiðir til að auka hana með því að stuðla að eigin vellíðan og að jákvæðum og heiðarlegum samskiptum. Fjallað er um árangursrík samskipti, ákjósanleg viðbrögð við álagi og um að takast á við viðbrögð við erfiðum málum, til dæmis gagnvart einelti á vinnustað, kynferðislegri áreitni og áföllum. Fjallað um ólíka vinnustaðamenningu og menningu fólks af öðru þjóðerni og þá breytingu sem verður á samsetningu starfsmannahópsins, sem ýmsir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið. Ábyrgð starfsmanna og stjórnenda sérstaklega tekin til skoðunar í þessu samhengi.

Lengd 6 klst.:Kennari frá Fisktækniskóla Íslands.

Fyrirtækjum er bent á að hafið samband við okkur til að leita tilboða í námskeið.

Nánari upplýsingar gefur Þórdís Daníelsdóttir  disa@fiskt.is  eða í  síma 412-5966.

Næsta námskeið áætlað í haust.