Skólanámskrá Fisktækniskóla Íslands - endurskoðuð september 2022

Samkvæmt framhaldsskólalögum ber sérhverjum framhaldsskóla að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá skal samkvæmt 22. gr. Laga um framhaldsskóla frá 2008 skiptast í tvo hluta; almennan hluta og námsbrautalýsingar. Í almennum hluta er starfsemi skólans útlistuð ásamt áherslum og helstu stefnum, stjórnskipan og námsframboði en í námsbrautahluta er ítarleg kynning á námsbrautum skólans. Skólanámskrá er unnin af starfsfólki skólans undir stjórn skólameistara og staðfest af skólanefnd að fenginni umsögn. Hún er birt á aðgengilegan hátt á vef skólans og uppfærð reglulega. Stjórn FTÍ sinnir hlutverki skólanefndar en kennarar og nemendur eiga þar áheyrnarfulltrúa. Stjórn fundar mánaðarlega en haldinn er árlegur aðalfundur skv. lögum og er sá fundur opinn og auglýstur. Sjá nánari upplýsingar um stjórn FTÍ í 4. Kafla en kafli 4.1 fjallar um stjórn skólans.