SMÁSKIPANÁM <15M
Fisktækniskóli Íslands býður reglulega upp á námskeiðið Smáskipanám - Skipstjórn <15m. Gert er ráð fyrir að næsta námskeið verði haldið á vorönn 2026. Upplýsingar um dagsetningar verða birtar á heimasíðunni um leið og þær liggja fyrir.
Fyrirkomulag kennslu
Kennt er í fjarnámi með þremur staðlotum. Nemendur mæti í staðnám í þrjú skipti, fjóra daga í senn yfir önnina. Heimaverkefni verða unnin þess á milli.
Innihald kennslu
Kennt verður samkvæmt nýrri námskrá og prófþættir verða 6 talsins:
Alþjóðasiglingareglur
Hönnun skipa og stöðugleiki
ROC-fjarskiptaréttindi
Grunnatriði í siglingafræði
Grunnþjálfun í siglingahermi (samlíki)
Viðhald og umhirða vélbúnaðar í skipum
Einkunina 6.0 þarf til þess að standast hvern prófþátt. Aðrir námsþættir eru metnir með viðveru og þátttöku í verkefnavinnu:
Fiskveiðar, aflameðferð og verkunaraðferðir-undirstöðuatriði
Skipverjar, réttindi og skyldur, lögskráning
Skráning, eftirlit, tryggingar og tjón á skipum
Varnir gegn mengun sjávar
Veður og sjólag við strandsiglingar
Alþjóðasiglingareglur- beiting skipa við erfiðar aðstæður
Breytingar á stöðugleika smáskipa, stöðugleikagögn
Siglingatæki – siglingatölvur og tengd tæki
Hægt er að skoða nánari lýsingar á einstökum námsþáttum á viðurkenndri Námskrá hér.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði miðast við að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi og séu a.m.k. 16. ára þegar nám hefst.
Útgáfa atvinnuskírteinis
Til að fá útgefið atvinnuskírteini að loknu <15m námi, þarf að leggja fram staðfestan siglingatíma, vottorð um heilsufar (sjón), að viðkomandi hafi náð 18 ára og hafi lokið námskeiði í öryggisfræðslu hjá Slysavarnarskóla sjómanna, eða öðrum viðurkenndum aðila (5 daga námskeið). Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Samgöngustofu, www.http/sigling.is.
Staðsetning: Fisktækniskólinn Sólheimum 5, Sandgerði
Nemendastundir: 360
Verð á námi: 335.000.-
Námið fer fram í Fisktækniskóla Íslands, sem gefur frekari upplýsingar um námið, netfang, info@fiskt.is, s. 412-5966
Þau sem vilja fá upplýsingar um það þegar styttist í næsta námskeið skrái sig á biðlista hér fyrir neðan.