VEIÐARFÆRATÆKNI


Veiðarfæratækni

Námið er samningsbundið iðnnám og skiptist í bóklegar greinar (tvær annir í skóla) og vinnustaðanám, samtals 204 framhaldsskólaeiningar. Í vinnustaðanámi afla nemendur sér námssamnings við fyrirtæki sem samvarar 146 framhaldsskólaeiningum. Netagerð er löggilt iðngrein og námi í netagerð lýkur með sveinsprófi.

Námsbrautalýsing og skipulag

Kennsla fer fram í fjarnámi og nær yfir tvær annir. Faggreinar eru 37 framhaldsskólaeiningar.

Námið hentar fólki sem er í starfandi við veiðarfæragerð eða á fiskiskipum þar sem færni í netagerð er krafist.

Fisktækniskóli Íslands sér um kennslu faggreina í gegnum moodle.fiskt.is í fjarnámi.

Vinnustaðanám

Vinnustaðanám í Veiðarfæratækni er skilgreint sem 82 vikna starfsþjálfunartímabil. Hluti starfsþjálfunar getur farið fram milli fyrstu og annarrar annar. Megináhersla er þó á starfsþjálfun að loknum öllum áföngum skólanáms. Vinnustaðanám og skólanám skal mynda eina samfellda heild með þeim hætti að kennsla og nám í skóla er undanfari kennslu og þjálfunar á vinnustað. Fleiri en eitt fyrirtæki geta annast vinnustaðakennslu með samningi sín í milli.

Yfirlit yfir faggreinar

Verð á námi: 29.000.-

Frekari upplýsingar um námið gefur Ásdís Pálsdóttir, asdis@fiskt.is