VÉLSTJÓRN 750KW <15M
Nám til réttinda í vélstjórn smáskipa er reglulega í boði hjá Fisktækniskólanum.
Námskráin heitir Smáskipanám - Vélstjórn 750kW og að <15m, sjá nánar hér.
Námið skiptist í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara réttinda, m.a. aðalvél, rafkerfi, önnur kerfi, viðhald og umhirða, bilanaleit og viðgerðir, öryggisbúnaður, vökva- og loftstýringar, hönnun skipa og stöðugleiki, sjóréttur.
Til að fá útgefið skírteini, þarf viðkomandi að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi.
Kennt er í fjarnámi með tveimur staðlotum með bóklegri og verklegri þjálfun og að lýkur með skriflegu prófi.
Nemendastundir: 300
Námskeiðsgjald: 277.000 kr. Með kennslubók (Námskeiðsgjöld eru óafturkræf)
Staðsetning: Fisktækniskólinn Sólheimum 5 Sandgerði
Þeir sem eru á biðlista fá póst þegar dagsetningar liggja fyrir
Nánari upplýsingar gefur Þórdís Daníelsdóttir, disa@fiskt.is eða í síma 412-5966.