Við skiptum tímabundið um í brúnni!

Frá og með 1. maí næst komandi, mun Klemenz Sæmundsson taka við stöðu skólameistara Fisktækniskóla Íslands, meðan Ólafur Jón vinnur að sérverkefnum á vegum skólans. Klemenz er matvælafræðingur og hefur verið deildarstjóri Fiskeldistæknibrautar og Gæðastjórnunarbrautar frá því kennsla hófst á þeim brautum - og kennari við skólann frá 2015. Þá hefur Klemenz áratuga reynslu innan heilbrigðiseftirlitsins auk stjórnunar af rekstri öflugs fyritækis í matvælaiðanaði. Ólafur Jón, sem verið hefur skólameistari frá upphafi, mun vinna að fjölbreyttum verkefnum næsta árið, enda skólinn í mikilli sókn og fjölmörg tækifæri framundan. Eitt brýnasta verkefnið er endurskoðun gildandi samnings við yfirvöld menntamála auk þess að finna skólanum varanlegt húsnæði. Skólinn hefur frá stofnun verið til húsa á efri hæð Landsbankans í Grindavík, en hefur verið sagt upp húsnæðinu frá næstu áramótum. Auk tveggja starfsstöðva í Grindavík, hefur skólinn verið til húsa í Sjávarklasanum að granda í Reykjavík og þrír starfsmenn skólans haft þar aðstöðu og kennslurými.

Previous
Previous

Hátíðleg stund við styrkveitingu námsstyrkja til nemenda

Next
Next

Haustútskrift Fisktækniskóla Íslands