Hátíðleg stund við styrkveitingu námsstyrkja til nemenda

Það var hátíðleg stund á föstudaginn þegar tilkynnt var hverjir hlutu námsstyrki fyrir árið 2023 úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegsverðlaunann, en IceFish 2024 sýningin verður haldin í Smáranum í september á næsta ári. Námsstyrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum.

Styrkina úr IceFIsh-menntasjóðnum hlutu að þessu sinni þau Kristín Pétursdóttir, sem leggur stund á nám í fiskeldi, Hreinn Óttar Guðlaugsson, sem leggur stund á nám í Marel-fisktækni. og Dominique Baring, sem stundar bæði á nám í gæðastjórnun og í fiskeldi.

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri IceFish 2024, afhenti styrkina og óskaði nemendum heilla í námi sínu og framtíðar í sjávarútvegi.

Frábær árangur hjá flottum nemendum.

Previous
Previous

Samstarfsvettvangur um menntun í sjávarútvegi

Next
Next

Við skiptum tímabundið um í brúnni!